Grasrótarmiðlun

Staða fjölmiðla á Íslandi í málefnum þar sem sérfræðiþekkingar er þörf.

Það sem helst einkennir íslenska fjölmiðlun undanfarin ár er það sem ég kýs að kalla hálffagmennsku eða semiprofessianalism. Ástæður þessa er lítið samfélag og lítill markaður, en allir hefðbundnir fjölmiðlar á Íslandi bera þess merki. Í raun er ekki hægt að bera saman íslenska og erlenda stórborgarmiðla. Íslenskir fjölmiðlar eru meira í ætt við almenna drefibýlismiðla í öðrum löndum. Einkinni þessarrar hálffagmennsku eru þær að fjölmiðlar hafa ekki nema mjög takmarkaða möguleika og litla getu að fjalla um sérhæfða þætti í samfélaginu, eins og til dæmis myndlist. Á meðfyljandi grafi sjást einkenni þessa, sjaldan eða aldrei nær umfjöllunin að teljandi gæðum eða dýpt.

Í fjölmiðlum er borin von, eins og er, að sérfræðiþekking fái þá meðferð sem hægt er að krefjast.

Sumir fjölmiðlar hafa þó stundum lagt metnað sinn í að sinna myndlist og hafa fengið fagmenn til þess í gegn um tíðina. Þar er þó vandamálið það að þó að þetta hafi verið gert, hafa gæðin aldrei verið sérlega mikil. Er það aðallega vegna þess að almennir fjölmiðlar telja skyldu sína að sinna fjölbreyttu samfélagi og hafa fyrir vikið hvorki mikið rými eða tíma til þess að sinna sérstökum þáttum þess. Með örri minnkun helstu dagblaða þrengir enn að þessu. Vegna þess að áhugamenn um myndlist eru ekki sterkur þrýstihópur fellur hún oftast í skuggan af öðrum sérfræðisviðum, eins og til dæmis íþróttum. Sjónvarpsmiðlar hafa sjaldan gefið myndlist nema örtíma, sem dugar engan veginn til þess að halda uppi gæðaumræðu eða umfjöllun. Einn útvarpsmiðill hefur sinnt myndlist að talsverður leyti, en þrátt fyrir öfluga dagskrárgerð á þeim miðli er ekki hægt að segja að hann sé heppilegasti framgangsmáti fyrir myndlistarumfjöllun.

Vel skipulagðir grasrótarmiðlar á vel skilgreindu og þröngu sviði geta bæði skilað skoðunum áhugamanna og djúpri þekkingu sérfræðinga á viðkomandi sviði.

Fjölmiðlaumhverfi hins vegar að breytast gríðarlega og þegar hafa skilyrði og aðstæður fjölmiðla tekið miklumbreytingum. Tilkoma vefmiðlunar sem aðgengileg er almenningi hefur þau áhrif að allar forsendur eru orðnar allt aðrar en fyrr. Nú er mögulegt á þægilegan hátt að byggja upp miðla án verulegs kostnaðar sem byggja á grasrótarforsendum. Tilraun sem nú er verið að gera á vefsvæði FUGLs er gott dæmi um mögulega notkun á þessum miðlum þar sem mögulega er hægt að vinna bug á þeim vanköntum og takmörkunum sem fjölmiðlarnir eru með. Grasrótarmiðlun byggir á því að eiginleg ritstjórn er ekki til staðar, heldur er hver og einn þátttakandi með sinn eigin sjálfstæða miðil. Tilgangur miðlæga vefsins er einungis að safna því efni saman sem þátttakendur senda frá sér og birta á skipulegan máta. Á þann hátt er hugmyndin að efni á ákveðnu sviði, eins og á sviði myndlistar, sé aðgengilegt öllum á sama stað og á skipulegan hátt.

Hugsjónin er sú að fjölmiðlar framtíðarinnar nýti sér skipulagsþekkingu til að tengja það besta úr grasrótarmiðlum og gæða efni framleitt af sérfræðingum á hverju sviði til að skapa öfluga og gagnrýna fjölmiðlun þar sem sérfræðiþekking er ekki fyrir borð borin.

Kostirnir við þess form eru þeir að á sama vef geta áhugamenn á viðkomandi sviði og sérfræðingar komið saman í umræðum og umfjöllun um málefni myndlistar. Sumir eru beinir þátttakendur í myndlistarlífi og setja fram efni sem er í raun bein myndlist, á meðan aðrir eru í umfjöllun um umhverfi listarinnar, með gagnrýni, skoðanaskiptum og á tíðum langar greinar um myndlist og málefni hennar. Fyrir vikið verður umfjöllun grasrótarmiðilsins bæði mikið breiðari en kostur er á í stóru miðlunum, auk þess að bjóða upp á mikið meiri gæði og dýpt en almennir fjölmiðlar hér á landi geta boðið upp á.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

%d bloggers like this: