Besti flokkurinn – ný hugmyndafræði

Sigur Besta flokksins í borgarstjórnakosningunum er einstakur og mætti túlka á marga vegu.  Til dæmis sem gjörning listamannsins sjálfs Jóns Gnarrs og er hann þá orðinn einn af mínum uppáhaldslistamönnum.  Að flétta slíkan gjörning inn í stofnanakerfið er með eindæmum og þá má sjá fyrir sér að hægt sé að gera slíkt á fleiri sviðum þar sem pólitíkin og aðferðir eru staðnaðar.  Slíkir atburðir staðfesta enn og aftur hugmyndir Adorno og fleiri merkra fræðimanna sem töldu að listin (grundvallar-hugmyndafræði menningar og lista sem er þroski mannlegra eiginleika og almannaheill) væri nauðsynlegt mótvægi nýfrjálshyggjunnar. 

Theodor W. Adorno (1903-69) var einn mikilvægasti heimspekingur og samfélags gagnrýnandi Þýskalands eftir síðari heimstyrjöldina.  Rannsóknir Adorno voru þverfaglegar og tilheyrði hann hópi Frankfurtarskólans.  Hann var frumkvöððull fyrstu kynslóðar gagnrýnna fræða sem gagnrýndu vestrænt neyslusamfélag og þar með tæknihyggju.

Í grein Adorno “Menning og stjórnun” fjallar Adorno um samband menningar og stjórnunar og meðal annars nauðsyn þess að við stjórnun menningar séu sérfræðingar á sviði menningar.

“The relation between administration and expert is not only a matter of necessity, but it is a virtue as well.  It opens a perspective for the protection of cultural matters from the realm of control by the market, which today unhesitatingly mutilates culture” (Adorno, The Culture Industry, bls 129)

“the spontaneous consciousness, not yet totally in the grips of reification, is still in a posititon to alter the function of the institution within which this consciousness expresses itself.  For the present, within liberal-democratic order, the individual still has sufficient freedom within the institution and with its help to make a modest contribution to its correction” (Adorno, The Culture Industry, bls 131).

Besti flokkurinn sýndi það og sannaði að einstaklingar geta haft áhrif á stofnanakerfið og ýtt af stað breytingum.  Jón Gnarr er sjálfmenntaður listamaður og fólkið í flokknum eru flestir úr röðum listamanna.  Þeir eru því fulltrúar menningar og lista eða þeirra þátta sem hvað mest hafa gleymst í neyslukapphlaupi síðustu ára.  Þeir eru fulltrúar þeirra grundvallargilda sem varða þroska mannlegra eiginleika og heilla almennings.  Það er því fagnaðarefni að í lykilstöður innan samfélagsins komi til með að sitja fólk sem skilur að gilliboð tæknihyggju á kostnað menningar innan stjórnkerfisins er liðinn tími, vonandi.  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

%d bloggers like this: