Í ljósaskiptunum hér í Sferracavallo vakna ég við margróma kór, fuglasöng sem hvetur til dáða og er í skarpri andstæðu við hundgána sem rýfur kvöldþögnina fyrstu tvo tímana eftir að birtu bregður. Þetta leiðir mig á slóð hugrenninga. Enska sögnin defile — saurga, smána, spilla, spjalla, menga, spilla — er ekki falleg í sinni margræðu þýðingu; hún lýsir margskonar ofbeldi. Það sem er áhugavert, í ljósakiptunum, er að sögulega byggir orðið á tengingum við liti og fegrun.1defile (v.) c. 1400, “to desecrate, profane;” mid-15c., “to make foul or dirty,” also “to rape, deflower,” alteration of earlier defoulen, from Old French defouler “trample down, violate,” also “ill-treat, dishonor,” from de- “down” (see de-) + foler “to tread,” from Latin fullo “person who cleans and thickens cloth by stamping on it” (see foil (v.1)). The alteration (or re-formation) in English is from influence of Middle English filen (v.) “to render foul; make unclean or impure,” literal and figurative, from Old English fylen (trans.), related to Old English fulian (intrans.) “to become foul, rot,” from the source of foul (adj.). Compare befoul, which also had a parallel form befilen. Related: Defiled; defiling. https://www.etymonline.com/word/defile
Að stofni byggir orðið á latneska orðinu fullo, um litara sem þæfðu og lituðu ullarefni með því að troða þau fótum í heitri litablöndu. Bjuggu þeir þannig til þétt og fallegt efni. De er merki andstæðu þess, og því lýsir defile þeim sem troða fallega hluti fótum í saur og leðju — beita klæðin sömu aðferð en í þveröfugum tilgangi; íslenska orðtakið ‘að fótum troða’ er því prýðis þýðing á defile. Litarar troða efni fótum í göfugum tilgangi, listrænum; ofbeldismenn troða fallega hluti fótum í andstæðum tilgangi, listrænum? — fullo verður að defile — eins og fuglakórinn ummyndist í hundgá.
Sferracavallo, 17. maí 2022